Ómótstæðileg eplakaka með hnetum og kanil

Slengið þessari köku beint á borðið - við tökum á …
Slengið þessari köku beint á borðið - við tökum á móti. mbl.is/Betina Hastoft

Ein svona klassísk, gömul og góð sem getur ekki klikkað. Það má alltaf hlýja sér yfir kökusneið sem þessari með góðum kaffibolla. Við eigum það svo sannarlega skilið.

Gúrme hnetukaka með eplum (fyrir 6)

  • 400 g epli
  • 1 sítróna
  • 1 rósmaríngrein
  • 1 kanilbörkur
  • 200 g sykur
  • 200 g mjúkt smjör
  • 3 egg
  • 120 g hveiti
  • 200 g hnetuhveiti
  • 1 sítróna
  • 2 tsk. lyftiduft
  • 1 bolli heslihnetur, gróft muldar

 Aðferð:

  1. Skrælið eplin og skerið í grófa bita. Pressið sítrónu og setjið í pott ásamt eplunum, rósmaríngreininni og kanilberkinum. Sjóðið við vægan hita þar til eplin verða „al dente“ í 8-10 mínútur.
  2. Hitið ofnin á 180°. Pískið sykur og smjör þar til það verður kremkennt. Komið eggjunum út í, einu í einu, á meðan þú pískar. Því næst er hveiti, hnetuhveiti og lyftidufti blandað saman við.
  3. Rífið börkinn af sítrónu út í deigið og pressið safann út í líka. Setjið því næst deigið í smurt smelluform.
  4. Leggið soðnu eplin ofan á kökuna og ýtið létt á. Dreifið hnetum yfir og bakið í 45-50 mínútur.
  5. Athugið með nál hvort kakan sé bökuð í gegn, setjið þá á rist og leyfið að kólna áður en hún er tekin úr forminu.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert