Syndsamlega gott sunnudagspasta

mbl.is/Food52

Gott pasta getur ekki klikkað og þessi uppskrift er það sem við skilgreinum sem hið fullkomna sunnudagspasta.

Syndsamlega gott sunnudagspasta

Fyrir fjóra

 • 2 msk. ósaltað smjör
 • 2 stórir shallot-laukar, þunnt skornir
 • 1 tsk. piparflögur
 • 2 tsk. sjávarsalt
 • 1 tsk. ferskur svartur pipar
 • 340 g pasta (penne eða rigatoni)
 • 960 ml kjúklingasoð (eða vatn með kjúklingakrafti)
 • 390 g rifinn kjúklingur (eldaður)
 • 60 ml rjómi
 • 1/2 bolli ferskar jurtir, saxaðar (t.d. óreganó, steinselja, basil o.s.frv.)
 • 2 msk. ferskur sítrónusafi + 1 tsk. rifinn sítrónubörkur

Aðferð:

 1. Bræðið smjörið í stórum steypujárnspotti (eða sambærilegum potti) á miðungshita. Bætið shallot-lauknum, piparflögunum, salti og svörtum pipar við. Steikið og hrærið reglulega í uns laukurinn er orðinn mjúkur og gullinn á lit eða í 5-8 mínútur.
 2. Setjið pastað og kjúklingasoðið í pottinn og látið suðuna koma upp. Takið lokið af pottinum og hrærið reglulega í til að tryggja að pasta sé hvergi fast við botninn. Gerið þetta í 8-12 mínútur eða þar til pastað er næstum því soðið (fer eftir því hvernig pasta er notað). Setjið kjúklinginn saman við og rjómann og sjóðið í 1-2 mínútur eða þar til kjúklingurinn er orðinn heitur. Bætið að lokum við kryddjurtunum, sítrónusafanum og sítrónuberkinum.
 3. Berið fram og skreytið með piparflögum og kryddjurtum.
mbl.is