Fleiri snilldarleiðir til að nota töfrasvampinn

Hér færi betur að nota töfrasvampinn þó að sá gamli …
Hér færi betur að nota töfrasvampinn þó að sá gamli guli geri alltaf sitt gagn. shironosov

Listinn yfir notkunarmöguleika töfrasvampsins er hvergi nærri upptalinn og hér koma nokkrar snilldarleiðir til að nota þennan grip sem ætti að vera til á hverju heimili.

1. Þrífðu kaffibollann þinn. Það eru allar líkur á að uppáhaldskaffibollinn þinn sé með kaffiblettum eftir mikla notkun. Töfrasvampurinn ku vera sérlega laginn við að ná þeim blettum burt.

2. Hárvörur og áhöld verða eins og ný. Hver kannast ekki við að hárvörur og áhöld verði klístruð eða á þeim festist leifar af vörum sem ætlaðar eru til að gera hárið á okkur fínna. Rakur töfrasvampurinn nær slíku burt á augabragði.

3. Bjargaðu sturtuhenginu. Hver kannast ekki við að þurfa að endurnýja sturtuhengið þar sem á það eru komin óhreinindi og jafnvel mygla? Ekki örvænta, töfrasvampurinn er lausnin.

4. Tolldu í tísku. Hvítir strigaskór og strigaskór almennt eru afskaplega mikið í tísku (sem betur fer) en það getur verið þrautin þyngri að halda þeim hreinum í þessu landi. Vissulega er hægt að henda þeim í þvottavélina en það getur allt eins dugað að strjúka af þeim með töfrasvampinum.

5. Haltu skartgripunum gljáandi. Strjúktu af hringunum þínum og öðru skarti með töfrasvampinum og þeir verða eins og nýir.

6. Frískaðu upp á leðrið. Leður er sérlega móttækilegt fyrir töfrum töfrasvampsins. Strjúktu yfir sófann, ferðatöskuna eða hvað sem er úr leðri og það verður eins og nýtt.

Hlekkur

Tatomm
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert