Þorskhnakkar í pestósósu með ólífum

mbl.is/Eva Laufey

Eva Laufey á heiðurinn af þessari uppskrift sem hún segir að sé sérlega einföld og fljótleg. Að auki er hún afar bragðmikil og góð þannig að hér er um að ræða algjörlega frábæran fiskrétt sem ætti að vekja lukku alls staðar.

Þorskhnakkar í pestósósu með ólífum

 • 800 g þorskur
 • Salt og pipar
 • 300 g rautt pestó
 • 1 dl rjómi
 • 1 dl fetaostur
 • Grænar ólífur
 • Nýrifinn parmesan
 • Ferskt salat

Aðferð:

 1. Hitið ofninn í 180°C.
 2. Skerið fiskinn í jafn stóra bita og leggið í eldfast mót, kryddið með salti og pipar.
 3. Blandið pestóinu, fetaostinum og rjómanum saman í skál. Hellið yfir fiskinn og raðið ólífum yfir.
 4. Eldið í ofni við 180°C í 25 – 30 mínútur.
 5. Berið fram með nýrifnum parmesan-osti og fersku salati.
mbl.is/Eva Laufey
mbl.is