„Eiga betra skilið en kaldan skyndibita“

Forseti Bandaríkjanna, Donald Trump, bauð til veislu.
Forseti Bandaríkjanna, Donald Trump, bauð til veislu. AFP

Donald Trump komst í heimsfréttirnar í vikunni þegar hann bauð sigurliði Clemson Tigers í Hvíta húsið þar sem hann bauð upp á nokkuð óvenjulegar veitingar.

Þar sem lok­un rík­is­stofn­ana þýðir að starfs­fólk skort­ir til þess að ann­ast veisluþjón­ustu fyr­ir for­seta­embættið brá forsetinn á það ráð að panta skyndibita og pantaði hann eina 300 hamborgara.

Sitthvað þótti fólki um uppátækið og Nick Kokonas, annar eigandi hins goðsagnakennda veitingastaðar Alinea í Chicaco ákvað að bjóða liðinu í kvöldverð til sín. Kokonas sagðist meira að segja ætla að tala við hóteleigendur í nágrenninu til að fá gistingu fyrir liðið en leikmenn þess og þjálfarar ættu betra skilið en kaldan skyndibita.

mbl.is/skjáskot af Twitter

Alinea er með þrjár Michelin-stjörnur og er einn dýrasti og nafntogaðasti veitingastaður Bandaríkjanna. Ljóst er að leikmenn Clemson Tigers eiga magnaða kvöldstund í vændum þekkist þeir boð Kokonas.

mbl.is