Jamie Oliver gerir dönsku þjóðina orðlausa

Jamie Oliver kveikti í dönsku þjóðinni með nýjustu mynd sinni …
Jamie Oliver kveikti í dönsku þjóðinni með nýjustu mynd sinni á Instagram. mbl.is/alt.dk_Instagram

Stjörnukokkurinn Jamie Oliver birti mynd í vikunni á Instagram-síðu sinni sem kveikti heldur betur í dönsku þjóðinni. Jamie er með 6,9 milljónir fylgjenda og því margir sem fylgjast vel með er hann leggur út nýja mynd á síðuna.

Það nýjasta hjá kokkinum eru ýmsar útfærslur af brauðsneiðum með litríkum áleggjum sem kemur Dönum mjög kunnuglega fyrir sjónir, undir nafninu „smørrebrød“. Danir láta vel í sér heyra í kommentakerfinu, misánægðir með kokkinn í þetta skiptið. En brauðsneiðarnar líta vel út hjá Jamie, hvort sem þær kallast „super-food protein loaf“ eins og Jamie orðar það eða smørrebrød á dönsku.

mbl.is/Jamie Oliver_Instagram
mbl.is