Geggjaðar brauðbollur með kardimommukeim

mbl.is/María Gomez

Matargerð þarf ekki að vera flókin og oft er hægt að flýta vel fyrir sér með því að nota pakkamat sem sumir vilja meina að sé svindl. Sjálf er ég á algjörlega öndverðum meiði og nota eins mikið af pakkavöru og ég mögulega get.

Ég hef oft bakað þessar dásamlegu bollur sem ættu engan að svíkja en hér er það hún María Gomez sem reyndi við þær og gerir það vel. Fyrir þá sem vilja fylgjast með matargerð Maríu þá heldur hún úti matarblogginu Paz.is

Skandinavískar brauðbollur með kardimommukeim

  • 1 pakki Toro Hveteboller-duft
  • 50 gr. bráðið smjör eða smjörlíki (má líka nota 1/2 dl matarolíu í staðinn fyrir smjörið)
  • 3 dl volgt vatn

Aðferð:

  1. Setjið í hrærivélarskál eða þeytaraskál duftið, smjörið og vatnið.
  2. Látið svo hnoðast vel í heilar fimm mínútur þar til allt er orðið silkimjúkt og vel hnoðað saman. Ef þið hnoðið í höndunum er best að hnoða vel í alveg 10 mínútur.
  3. Leyfið svo deiginu að hefast í 10 mínútur Rúllið svo deiginu í pylsu og skerið út í 12-16 jafna hluta. Mótið svo fallegar bollur úr hverjum hluta og raðið á bökunarplötu með smjörpappa.
  4. Ekki setja í eldfast mót eins og ég er með á myndunum það þarf þá að bakast lengur og meira vesen, best að leyfa bollunum að hafa eins og 5 cm bil á milli sín.
  5. Breiðið nú stykki yfir bollurnar og látið hefast í 1 klst. eða þar til þær hafa tvöfaldast að stærð. Gott er að smyrja eggi og mjólk blönduðu saman á bollurnar rétt áður en þær fara í ofninn.
  6. Bakið við 225 C°án blásturs eða 215 C°með blæstri í um 10 mínútur. Látið svo kólna örlítið.
mbl.is/María Gomez
mbl.is/María Gomez
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert