Hinn fullkomni kaffibolli loksins fundinn

mbl.is/Ember

Kaffibollar eru nauðsynleg og margslungin fyrirbæri og skiptir hönnun þeirra miklu máli. Eitt það allra mikilvægasta er hvernig hann heldur hita og nú höfum við rekist á bolla sem við fullyrðum að sé hinn fullkomni kaffibolli.

Hér er um að ræða stálbolla sem telst ágætlega heppnaður útlitslega séð en snilldin er sú að hann heldur kaffinu heitu. Bollinn er tengdur við app þannig að þú getur stillt hitann eftir þörfum og leyft þér að njóta kaffibollans eins lengi og þú vilt. Sannkallaður snjallbolli.

Það eru Urban Outfitters sem selja bollann sem framleiddur er af Ember. Bollinn kostar um 16 þúsund krónur og hægt er að skoða hann betur HÉR.

mbl.is/Ember
mbl.is/Ember
mbl.is/Ember
mbl.is/Ember
mbl.is