LKL svínarif með sturluðu meðlæti

mbl.is/Ragnar Freyr Ingvarsson

Hinn eini sanni Ragnar Freyr Ingvarsson ákvað að strengja áramótaheit en hét sér því að það myndi ekki einkennast af ofstopa eða byltingarkenndum aðferðum. Hófstillt skyldi það vera og felast aðallega í hollara matræði og minni kolvetnainntöku. Af því tilefni skellti hann í þessi óheyrilega girnilegu svínarif sem eru sannarlega lágkolvetna.

LKL byrjun á árinu: Ótrúlega ljúffeng langelduð svínarif með hvítlauk og timjan og rauðkáls remoulade

Þessa máltíð gerði ég fljótlega eftir áramót. Þó að þarna sé smávegis af brytjuðu epli og ögn af hlynsírópi þá er það í nógu litlu magni til þess að þessi máltíð teljist vera lágkolvetna.

Fyrir 6 manns
 • 3 kg svínarif
 • 3 msk hvítlauksolía
 • nokkrar greinar af fersku timjan
 • 2 heilir hvítlaukar
 • 2 msk hlynsíróp
 • 1 lítill rauðkálshaus
 • 4 msk majónes
 • 1 epli
 • 2 msk hlynsíróp
Aðferð:
 1. Fyrst var að koma svínarifjunum fyrir í eldfast mót. Pensla þau með hvítlauksolíu, salta og pipra.
 2. Ég er alger hvítlauksfíkill - svo að ég notaði tvo heila hvítlauka.
 3. Þeir hitna og sjóða og gefa frá sér dásamlega angan sem mun umlykja svínakjötið. Svo lagði ég grein af fersku timjan á rifin - sem munu líka gefa svínakjötinu dásamlegt bragð.
 4. Þá setti ég álpappír yfir eldfasta mótið og bakaði í ofni í tvær til þrjár klukkustundir við 150-160 gráður.
 5. Margir eiga rauðkálshaus afgangs inn í kæli og því er þetta augljós leið til að nýta það á farsælan hátt. Enginn vill taka þátt í matarsóun.
 6. Ég held að ég sé ekki einn um það að finnast þverskorinn rauðkálshaus - ótrúlega falleg sjón! Listaverk frá náttúrunnar hendi.
 7. Rauðkálið var svo hakkað í matvinnsluvél ásamt flysjuðu epli, bragðbætt með majónesi, hlynsírópi, salti og pipar.
mbl.is/Ragnar Freyr Ingvarsson
mbl.is/Ragnar Freyr Ingvarsson
mbl.is