Einföld ísterta með smákökudeigi og lakkrís

mbl.is/Linda Ben

Flest erum við búin að standa okkur stórkostlega í mataræðinu það sem af er janúar og því ekki úr vegi að leggja drög að næstu eldhússprengjunni sem geðið mun gleðja.

Það er nefnilega sundum þannig (og nú tala ég eingöngu fyrir sjálfa mig) að skammdegið er gjörsamlega að fara með mann og þá þarf maður smá huggulegheit. Og hvað er betra en ísterta – með nammi og smákökudeigi?

Það er meistari Linda Ben sem á þessa uppskrift sem er algjör snilld eins og hennar er von og vísa en matarblogg hennar er hægt að nálgast HÉR.

Einföld ísterta með smákökudeigi og lakkrís

  • 2 stk. ½ lítra dollur af Mjúkís með súkkulaði og smákökudeigi
  • 1 stk. ½ lítra dolla af Mjúkís með lakkrísflögum og jókersósu
  • 1 poki Maltesers (70 g)
  • Súkkulaði-ísing frá Kjörís
  • Nammi til að skreyta, má vera Maltesers, Þristar og piparkökur til dæmis

Aðferð:

  1. Takið ísinn úr frysti og geymið hann uppi á borði í 5-10 mín. þar til hann er orðinn vel mjúkur, brytjið niður Maltesers og setjið 1 stk. Mjúkísdollu með súkkulaði og smákökudeigið í skál, setjið 1/3 af Maltesersinu í skálina, blandið saman.
  2. Takið 20 cm kökusmelluform og klæðið það með smjörpappír, brjótið pappírinn vel ofan í hliðar formsins. Setjið ísinn í skálinni ofan í formið, setjið í frystinn.
  3. Setjið Mjúkísinn með lakkrísflögunum og jókersósunni í skál ásamt 1/3 af Maltesersinu og blandið saman, setjið í kökuformið. Gerið það sama fyrir seinustu Mjúkísdolluna og geymið í frysti í a.m.k. klukkutíma.
  4. Takið ístertuna úr smelluforminu og hvolfið henni á kökudisk, klæðið smjörpappírinn af kökunni. Takið ísingu og setjið ofan á kökuna, fallegt að leyfa ísingunni að leka smá niður með hliðunum. Skreytið með nammi.
mbl.is/Linda Ben
mbl.is