Grjóthörð eldhúsnaumhyggja í Svíþjóð

mbl.is/Nordic Design

Ó þú fagra eldhús! Þetta samlita trend er sannarlega að slá í gegn og fyrir mitt leyti finnst mér það frekar fallegt. Hér erum við með djúpgráan fremur kaldan lit og matta áferð. Ofboðslega einfalda hönnun en samt alvörueldhús – ekki felueldhús með öllu innbyggðu (ekki að það sé neitt að felueldhúsum). Hér er naumhyggjan í essinu sínu og útkoman er framar björtustu vonum.

Íbúðina í heild sinni er hægt að skoða HÉR.

Heimild: Nordic Design

mbl.is/Nordic Design
mbl.is/Nordic Design
mbl.is/Nordic Design
Puntustrá eru vinsæl og falleg en þetta er enginn dúnmelur.
Puntustrá eru vinsæl og falleg en þetta er enginn dúnmelur. mbl.is/Nordic Design
mbl.is