Svona ræktar þú þitt eigið avocado-tré

Skref fyrir skref hvernig rækta má avocado-plöntu heima.
Skref fyrir skref hvernig rækta má avocado-plöntu heima. mbl.is/Getty Images

Það er minna mál en þú heldur að rækta þitt eigið avocado-tré heima, rétt eins og jarðarber eða aðrar jurtir. Í rétta umhverfinu getur plantan orðið allt að 20 metra há, en hún gerir það varla heima í stofu hér á landi. Plantan þarf birtu og vatn reglulega og hún mun gefa þér ávöxt.

Í miðjum ávextinum er stór steinn sem spírar fyrir nýju …
Í miðjum ávextinum er stór steinn sem spírar fyrir nýju tré. Byrjaðu á því að losa hann úr. mbl.is/Getty Images
Hreinsaðu efsta lagið af steininum og stingdu tannstönglum í hann …
Hreinsaðu efsta lagið af steininum og stingdu tannstönglum í hann – þannig getur hann hvílt á glasbarminum. Settu vatn í glasið og sjáðu til þess að vatnið nái yfir neðsta hlutann af steininum. Það má líka setja steininn beint í mold og láta hann spíra þannig. mbl.is/Getty Images
Setjið plöntuna yfir í blómapott með mold og passið ræturnar …
Setjið plöntuna yfir í blómapott með mold og passið ræturnar vel. mbl.is/Getty Images
Komið plöntunni fyrir í birtu og vökvið reglulega, sérstaklega frá …
Komið plöntunni fyrir í birtu og vökvið reglulega, sérstaklega frá vori til hausts þegar hitastigið hækkar. Gott er að umpotta plöntunni þegar þörf er á. mbl.is/Getty Images
mbl.is