Fimm leiðir til að bæta lífið sem svínvirka

Choreograph

Það þarf ekki að vera flókið að bæta lífið eins og við vitum innst inni, leyndarmálið er bara að fara eftir aðferðunum. Prófaðu þessar fimm núvitundaraðferðir og lífið verður umtalsvert auðveldara.

1. Þvoðu upp eftir þig um leið. Það er ekkert leiðinlegra en uppvask sem safnast upp. Ef þú venur þig á að þvo diskana og leirtauið um leið þá kemst það fljótt í vana.

2. Farðu strax í gegnum póstinn. Póstur á það til að safnast upp og oft missir maður af einhverju af því það endaði í bunka einhvers staðar. Vendu þig á að fara strax í gegnum póstinn og hentu því strax sem þú þarft ekki á að halda.

3. Þrífðu eldhúsbekkinn á hverju kvöldi. Það er fátt betra en að vakna morguninn eftir og allt er í röð og reglu.

4. Vandaðu valið í eldhúsinu. Óformleg könnun sýnir að meðalheimilið á þrisvar sinnum meira af áhöldum, ílátum og leirtaui en það þarf á að halda. Losaðu þig við það sem þú þarft ekki að nota.

5. Og þar sem allir eru að tala um KonMarie-aðferðina þá segjum við það strax. Þetta er ekki ný aðferð. Hún heitir að taka reglulega til og safna ekki drasli. Losaðu þig við dót sem þú þarft ekki á að halda. Yfirfull heimili eru algjörar orkusugur. 

Tatomm
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert