Vissir þú þetta um edik?

Gamla góða edikið kemur víða við sögu á hverju heimili.
Gamla góða edikið kemur víða við sögu á hverju heimili. mbl.is/1craftylane.wordpress.com

Edik hefur aldrei verið jafn vinsælt og síðustu misseri, og það ekki að ástæðulausu. Hvern hefði grunað fyrir nokkrum árum að edik myndi lenda í spreybrúsa undir eldhúsvaskinum á öðru hverju heimili í bænum – við sáum þetta ekki fyrir.

Eitt það frábæra við edik er að það getur leyst mýkingarefni af hólmi. Og á sama tíma sem edikið mýkir fötin fjarlægir það líka vonda lykt úr fötum. En bónusinn við þetta allt saman er að edikið þrífur einnig kalkbletti sem kunna að hafa sest að í þvottavélinni á meðan hún snýst í hringi. Sem sagt, fullt af jákvæðum plúsum við að nota edik í næsta þvott. 

mbl.is