Hollustupönnsur með eplum

Pönnukökur eru og munu alltaf vera vinsælar á hverju borði.
Pönnukökur eru og munu alltaf vera vinsælar á hverju borði. mbl.is/Sidsel Jensine Kristensen Worm

Við sláum aldrei hendinni á móti nýbökuðum pönnukökum sem þessum. Stundum hellist löngunin yfir mann og það kemst ekkert annað að en að baka. Hér er upplagt að nota vel þroskuð epli og sporna við matarsóun. Við toppum þessar pönnukökur með sýrðum rjóma, melónu og söxuðum möndlum – eða því sem hugurinn girnist.

Hollustupönnsur með eplum (10-12 stk.)

 • 150 g hveiti
 • 1½ dl mjólk
 • ½ msk. sykur
 • 1 tsk. vanillusykur
 • 2 egg
 • 2 msk. bráðið smjör
 • ½ tsk. kanill
 • 1 epli, skorið í þunna báta

Aðferð:

 1. Blandið öllum þurrefnum saman og pískið eggin út í blönduna, eitt í einu.
 2. Hellið mjólkinni rólega út í og því næst smjörinu og hrærið í á meðan.
 3. Hellið deigi á pönnu, á meðalhita, og setjið sirka 4 þunnar eplaskífur ofan á. Snúið pönnukökunni við þegar hún er orðin gyllt á hinni hliðinni.
 4. Berið fram með sýrðum rjóma, melónu og möndlum – eða því sem hugurinn girnist.
Þunnum eplaskífum er komið fyrir í deiginu á pönnunni.
Þunnum eplaskífum er komið fyrir í deiginu á pönnunni. mbl.is/Sidsel Jensine Kristensen Worm
Fullkomin epla-pönnukaka sem bera má fram með því sem hugurinn …
Fullkomin epla-pönnukaka sem bera má fram með því sem hugurinn girnist. mbl.is/Sidsel Jensine Kristensen Worm
mbl.is