Rjómalöguð kjúklingasúpa með pasta

mbl.is/Svava Gunnarsdóttir

„Á svona vetrardögum þykir mér sérlega notalegt að vera með matarmikla súpu í matinn. Lengi vel eldaði ég súpu í hverri viku en nú var langt um liðið síðan síðast og alla farið að langa í góða súpu. Þessa gerði ég því um helgina og krakkarnir kláruðu hana upp til agna,“ segir Svava Gunnars á Ljúfmeti og lekkertheit um þessa snilldarsúpu.

Rjómalöguð kjúklingasúpa með pasta – uppskrift fyrir 4-5

  • 2 kjúklingabringur
  • olía til að steikja upp úr
  • 1 tsk. karrý
  • 1 msk. tómatpúrra
  • salt og pipar
  • 6 dl vatn
  • 425 g maukaðir tómatar
  • 2,5 dl rjómi
  • 1,5 dl frosið maís
  • 2 tsk. kjúklingakraftur frá Oscar
  • 1/2 – 1 tsk. grænmetiskraftur frá Oscar
  • 2 dl pasta
  • 1/2 tsk. paprikukrydd (má sleppa)
  • 1/2 tsk. sambal oelek (má sleppa)
  • fersk basilika

Skerið kjúklingabringurnar í bita og steikið í olíu í rúmgóðum potti. Bætið öllum öðrum hráefnum fyrir utan maís í pottinn og látið sjóða í 15 mínútur. Bætið maís í pottinn og látið sjóða í nokkrar mínútur til viðbótar. Berið fram með ferskri basiliku til að strá yfir súpudiskinn.

mbl.is/Svava Gunnarsdóttir
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert