Norðurlöndin réðu lögum og lofum í Bocuse d´Or

Það var norræn stemning á verðlaunapallinum í kvöld.
Það var norræn stemning á verðlaunapallinum í kvöld. AFP

Úrslitin í Bocuse d´Or komu mörgum í opna skjöldu er þau voru tilkynnt í kvöld en 24 lið kepptu til úrslita í keppninni sem kölluð hefur verið heimsmeistarakeppni matreiðslumanna.

Það voru Danir sem hrepptu fyrsta sætið, Svíar voru í öðru sæti, Norðmenn í því þriðja og Finnar í fjórða. Íslendingar náðu ellefta sætinu og því verður ekki annað sagt en að skandinavísk eldamennska hafi haft yfirburðasigur í keppninni.

Bjarni Siguróli hafði 5 ½ klukkustund til þess að matreiða forrétt og kjötrétt fyrir 20 dómara. Afraksturinn var sannkallað listaverk og var annars vegar borinn fram á fallegum viðarplötum og hins vegar á glæsilegu silfurfati. Allt gekk samkvæmt áætlun og voru Bjarni, Ísak aðstoðarmaður hans og Viktor þjálfari að vonum hæstánægðir með úrslitin. Þjálfari Bjarna er Viktor Örn Andrésson, bronshafi og Bocuse d´Or-keppandi 2017, og aðstoðarmaður er Ísak Þorsteinsson.

Fulltrúar Íslands á Bocuse d'Or 2019, f.v. Viktor Örn Andrésson …
Fulltrúar Íslands á Bocuse d'Or 2019, f.v. Viktor Örn Andrésson þjálfari, Ísak Darri Þorsteinsson aðstoðarkokkur, Sturla Birgisson dómari og Bjarni Siguróli Jakobsson, keppandi.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert