Spennandi nýjungar frá H&M Home

H&M Home hefur kynnt vorlínu sína sem er væntanleg í …
H&M Home hefur kynnt vorlínu sína sem er væntanleg í verslanir á komandi mánuðum. mbl.is/H&M

Sænski tískurisinn hefur heillað okkur upp úr skónum enn eina ferðina. Rétt fyrir jólin var fyrstu myndum úr vorlínu H&M Home hleypt í loftið sem gáfu okkur tilfinningu á því sem koma skal á komandi mánuðum – og nú hafa fleiri fréttir af fögrum eldhúsnauðsynjum bæst í hópinn.

Nýjungarnar eru eins ólíkar og þær geta verið. Við erum að sjá grafísk munstur, svartar rendur í bland við  ljósa litatóna – bleika, græna og gula. Blómlega skreyttir kaffibollar með gyllingu sem kalla svo sannarlega á vorið heim í hús ásamt fléttaðri brauðkörfu. Við getum eiginlega ekki beðið eftir að hitatölurnar fari að hækka og vörurnar rati í verslanir landsins.

Borðdúkur með grafískum röndum á víxl.
Borðdúkur með grafískum röndum á víxl. mbl.is/H&M
mbl.is/H&M
Skemmtilega skreyttir kaffibollar setja stemninguna á borðið.
Skemmtilega skreyttir kaffibollar setja stemninguna á borðið. mbl.is/H&M
Einfaldur bakki sem nota má á ótal vegu. Þessi litur …
Einfaldur bakki sem nota má á ótal vegu. Þessi litur verður einnig áberandi með vorinu hjá H&M Home. mbl.is/H&M
Þeir gerast ekki mikið vor- og sumarlegri en þessir hér. …
Þeir gerast ekki mikið vor- og sumarlegri en þessir hér. Litrík blómatíð er fram undan og takið eftir gyllingunni á kantinum sem setur punktinn yfir i-ið. mbl.is/H&M
Ljósir litatónar í grunninn í bland við litrík blómamunstur.
Ljósir litatónar í grunninn í bland við litrík blómamunstur. mbl.is/H&M
Fléttuð brauðkarfa er ein af nýjungum H&M Home.
Fléttuð brauðkarfa er ein af nýjungum H&M Home. mbl.is/H&M
Hversu fallegt? Við bíðum spennt eftir þessum blómavösum í verslanir.
Hversu fallegt? Við bíðum spennt eftir þessum blómavösum í verslanir. mbl.is/H&M
mbl.is