Lágkolvetna serrano vafin grísasteik sem toppar vikuna

mbl.is/Einn, tveir og elda

Stundum kallar líkaminn á eitthvað sérlega djúsí sem er samt ekki að fara að setja mataræðið á hliðina. Við köllum þetta alslemmu því allir eru sáttir og þá er takmarkinu náð.

Þessi dásemdaruppskrift kemur úr smiðju Einn, tveir og elda. Að sjálfsögðu getið þið eldað þetta sjálf eða hreinlega pantað þetta heim að dyrum.

LKL Serrano vafin grísasteik

Fyrir tvo

  • 2 stk grísasneiðar, t.d. snitsel
  • 4 sneiðar serrano skinka
  • 50 gr spínat
  • 1 stk eggaldin
  • 90 ml majónes
  • 10 ml chilisósa (t.d. sriracha sósa)
  • Rauð kryddblanda, t.d. paprikuduft, timian, salt og pipar

Aðferð:

1. Skerið eggaldin í bita og færið í eldfast mót. Veltið því uppúr olíu og kryddið með salti og pipar. Bakið við 180°c í um það bil 15-20 mínútur.

2. Kryddið grísasnitselin með kryddblöndunni og vefjið serrano skinkurnar utanum. Um það bil tvær sneiðar af serrano skinku fyrir hvert snitsel. Steikið snitselin í 1 mínútu á hvorri hlið uppúr smá olíu.

3. Færið snitselin í eldfast mót og bakið í 10-15 mínútur eða þar til þau eru orðin fullelduð.

4. Hrærið saman majónesi og sriracha sósu.

5. Veltið spínatinu og bakaða eggaldininu létt saman áður en rétturinn er borinn fram. Njótið vel!

mbl.is