Fitness-bakarinn með Louis Vuitton-töskuna

Jonathan er sjálfmenntaður bakarasnillingur.
Jonathan er sjálfmenntaður bakarasnillingur. mbl.is/Jonathancaleb.com

Megum við kynna fyrir ykkur Jonathan Caleb, mögulega myndarlegasta bakara dagsins í dag. Hann er líka alltaf í ræktinni og er smartari en gengur og gerist! 

Fyrir honum eru sykur og sætindi leikur einn, þar sem hann masterar hverja kökuna á fætur annarri. Hann þykir einstaklega fær í bakstri á pastellituðum makrónum sem eru eitt af hans aðalsmerkjum.

Jonathan býr í sólríku Kaliforníu þar sem hann starfar sem grafískur hönnuður á daginn og bakari á kvöldin. Hann hefur svo sannarlega næmt auga fyrir „díteilum“ sem endurspeglast í ljósmyndunum af öllum kræsingunum – litasamsetningin, stíliseringin og birtan, þetta er allt að vinna stórkostlega saman. Það má dást meira að starfi Jonathans á Instagram-síðunni hans hér.

Sykraði bakarinn sem gengur um götur bæjarins með Louis Vuitton-tösku.
Sykraði bakarinn sem gengur um götur bæjarins með Louis Vuitton-tösku. mbl.is/Jonathancaleb.com
Hversu flottar kræsingar!
Hversu flottar kræsingar! mbl.is/Jonathancaleb.com
Frekar girnileg makróna.
Frekar girnileg makróna. mbl.is/Jonathancaleb.com
Drykkur að okkar skapi. Og takið eftir glasinu, hversu gæjalegt …
Drykkur að okkar skapi. Og takið eftir glasinu, hversu gæjalegt það er. mbl.is/Jonathancaleb.com
mbl.is/Jonathancaleb.com
mbl.is/Jonathancaleb.com
mbl.is