Kampavínsbiblían komin út

Skjótum tappanum úr flöskunni og súpum á búblum!
Skjótum tappanum úr flöskunni og súpum á búblum! mbl.is/Shutterstock

Nýverið kom út bókin Champagne: A Sparkling Discovery sem engir „búblu-aðdáendur“ ættu að láta fram hjá sér fara. Tilvalin gjöf handa þeim sem á allt og elskar búblur í glasi.

Bókin er eftir Pieter Verheyd, einn þekktasta vínþjón heims, sem hefur hlotið nokkur verðlaun fyrir störf sín. Hér er farið yfir sögu kampavínsins, litinn á víninu og þróun þess. Fínustu og dýrustu kampavínstegundir eru skoðaðar ásamt lítt þekktari merkjum sem smakkast einnig stórvel.

Myndin er fagurlega skreytt myndum eftir matarljósmyndarann Andrew Verschetze og því augnakonfekt að blaða í gegnum. Sumir vilja meina að hér sé biblían í kampavíni mætt á svæðið en bókin er fáanleg á síðum Amazon hér.

Biblían um kampavín, saga þess frá A-Z.
Biblían um kampavín, saga þess frá A-Z. mbl.is/Amazon.co.uk
Pieter Verheyd er þekktasti vínþjónn heims og gaf nýverið út …
Pieter Verheyd er þekktasti vínþjónn heims og gaf nýverið út bók um kampavín. mbl.is/sommelieroftheyear.be
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert