Æðislegt ostapasta sem allir í fjölskyldunni elska

mbl.is/Berglind Hreiðarsdóttir

Þetta þarf oft ekki að vera flókið án þess að það bitni á gæðunum. Þessi réttur er klárlega það sem við þurfum á að halda í dag enda er hann löðrandi í osti, rjóma og almennum huggulegheitum. Svo er hann líka svo krakkavænn að allir elska hann.


Það er engin önnur en Berglind Hreiðars sem á heiðurinn að þessari snilld en matarbloggið hennar er hægt að nálgast HÉR.

Ostapasta með skinku

 • 250 g skrúfupasta
 • 250 g osta tortellini
 • 1 stk brokkolihaus
 • 1 rauð paprika
 • ½ laukur
 • 1 stk Mexíkóostur
 • 500 ml matreiðsurjómi frá Gott í matinn
 • 250 g skinka
 • Salt, pipar og hvítlauksduft eftir smekk
 • Olía til steikingar
 • Parmesan ostur til að rífa yfir

Aðferð:

 1. Sjóðið báðar tegundir af pasta samkvæmt leiðbeiningum á pakka.
 2. Saxið laukinn smátt og skerið brokkoli og papriku í hæfilega stóra bita.
 3. Steikið laukinn upp úr olíu, kryddið til með salti og pipar og bætið papriku og brokkoli saman við og vel af olíu. Steikið stutta stund þar til grænmetið fer að mýkjast og setjið þá yfir í skál.
 4. Rífið Mexíkóost niður með grófu rifjárni og sjóðið með rjómanum á pönnunni þar til osturinn er uppleystur. Kryddið til með salti, pipar og hvítlauksdufti.
 5. Skerið skinkuna í teninga og setjið skinkuna, grænmetið og pastað út á pönnuna og blandið vel.
 6. Berið fram með rifnum Parmesan osti.
mbl.is/Berglind Hreiðarsdóttir
mbl.is