Sjö mýtur um þynnku

Það vill enginn berjast við timburmenn eftir góðan gleðskap og …
Það vill enginn berjast við timburmenn eftir góðan gleðskap og aðeins of marga drykki. mbl.is/alt.dk

Mörg okkar hafa þurft að gjalda fyrir góða kvöldstund og berjast við þynnku daginn eftir. Þegar við verðum timbruð er líkaminn hreinlega að segja okkur að við hefðum betur sleppt síðustu drykkjum kvöldið áður. En hver er svo skynsamur þegar nóttin er ung? Við vitum að áfengi getur haft þynnku-afleiðingar og ýmis ráð til við því – en hvað er rétt og hvað er algjör mýta?

  • Þynnka getur ekki skaðað þig líkamlega
    Kroppurinn þinn mun ekki hljóta neinn skaða þótt þú farir aðeins yfir línuna í drykkju í eitt skipti. Við erum þó ekki að mæla með því að stunda drykkju með jöfnu millibili sem getur ágerst í vana og haft afleiðingar andlega og líkamlega. Heilsusérfræðingar mæla með því að drekka ekki meira en fimm drykki á einu kvöldi.
  • Konur finna oftar fyrir þynnku en karlar
    Rannsóknir hafa leitt í ljós að þetta sé rétt. Þær konur sem drukku meira en fimm drykki á kvöldi voru oftar þunnar daginn eftir en karlmenn.
  • Það eru meiri líkur á að finna fyrir þynnku ef þú blandar saman mismunandi drykkjum
    Nei þetta er algjör mýta. Það skiptir engu máli hvort þú blandir mismunandi áfengum drykkjum saman, þetta snýst alltaf um magnið. Aftur á móti eru ekki allir sem þola drykki á við koníak, rauðvín og viskí sem eru dekkri drykkir en hvítvín og vodka, og innihalda meira metanól sem ekki allir þola.
  • Þú minnar líkurnar á þynnku með því að borða skyndibita á leið heim úr bænum
    Já og nei – ef það er salt í matnum mun það rétta úr þeim kútnum. En aftur á móti ef maginn er fullur af mat þá tekur það líkamann lengri tíma að fá áfengið úr blóðinu. Það er reyndar mjög gott ráð að drekka helling af vatni áður en þú leggst upp í rúm.
  • Áfengi hjálpar manni við að sofa
    Alls alls ekki. Áfengi truflar svefninn þinn – þó að þú eigir auðveldara með að sofna eftir að hafa skellt í þig nokkrum drykkjum þá sefur þú ekki eins lengi og átt það til að vakna yfir nóttina.
  • Einn afréttari mun laga allt
    Það gæti vel verið að einn öl daginn eftir gott djamm muni hjálpa til við líðanina, en það fer líka allt eftir því hver maður er. Ef þú kemst ekki af án þess að fá þér einn til tvo daginn eftir í hvert skipti sem þú færð þér í glas, þá gæti verið að þú sért með fráhvarfseinkenni – sem er kannski meira vandamál hvað áfengi varðar en þynnka.
  • Kaffi daginn eftir gerir kraftaverk
    Nei! Kaffi er ekki það besta daginn eftir. Ef þú berst við þynnku er ástæðan vökvaskortur þá er kaffi alls ekki að hjálpa til.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert