Stórhættuleg djöflakaka með saltkaramellukremi

mbl.is/Hjördís Dögg Grímarsdóttir

Rétt upp hönd sem elskar djöflaköku og væri alveg til í að prófa hana með saltkarmellukremi. Þar sem um það bil öll þjóðin er nú búin að rétta upp hönd má ég til með að ljóstra því upp að þessi kaka er bökuð af henni Hjördísi Dögg á Mömmur.is og notar hún nýjustu snilldina frá Betty Crocker sem er saltkaramellukrem. Jebbs.

En Hjördís er ekki öll þar sem hún er séð heldur blandar hún saltkaramellukreminu saman við hefðbundið smjörkrem sem hún segir að hafa líka verið algjör snilld – eiginlega tvær flugur í einu höggi.

Djöflakaka með saltkaramellukremi

Djöflakaka

  • 1 pakki Betty Crocker-djöflakökumix
  • 120 ml iSiO4 olía
  • 230 ml vatn
  • 4 egg

Saltkaramellukrem

  • 300 g smjör
  • 450 g flórsykur
  • 1 egg
  • 2 tsk. vanilludropar
  • ½ dós Betty Crocker-saltkaramellukrem

Súkkulaðikrem sem fer yfir kökuna

  • 1 dós Betty Crocker-súkkulaðikrem – hitað í örbylgjuofni í ca. 30 sek.
  • 5 msk. rjómi blandað saman við þegar kremið er orðið heitt.

Aðferð:

  1. Olíu, vatni og eggjum er blandað saman við kökumixið. Hrært saman í um 3 mínútur.
  2. Kökudeigið er sett í smurt formkökumót. Mjög gott að setja bökunarpappír undir.
  3. Kakan er bökuð í 40 mínútur við 160°C hita (blástur)
  4. Kremið er búið til meðan kakan bakast.
  5. Smjör (linað) er sett í skál ásamt flórsykri, vanilludropum og eggi. Þegar búið er að þeyta þetta vel saman er saltkaramellukreminu blandað saman við.
  6. Þegar kakan hefur kólnað er hún skorin í þrennt og krem sett á milli.
  7. Súkkulaðikreminu er að lokum hellt yfir kökuna þannig að það þekur alla kökuna.
  8. Kakan er skreytt með jarðarberjum og t.d. Nóa kroppi.
mbl.is/Hjördís Dögg Grímarsdóttir
mbl.is/Hjördís Dögg Grímarsdóttir
mbl.is/Hjördís Dögg Grímarsdóttir
mbl.is/Hjördís Dögg Grímarsdóttir
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert