Heimalagað múslí að hætti Evu Laufeyjar

mbl.is/Eva Laufey

Múslí er eitt af þessum undrum veraldar sem gera morgunmatinn miklu betri en eiga það til að innihalda meiri sykur en meðalstórt súkkulaðistykki. Sem er töluvert svekkjandi.

Þess vegna er svo dásamlegt þegar við rekumst á svona uppskriftir sem eru svona líka bráðhollar og bragðgóðar. Það er nákvæmlega ekkert sem toppar það!

Það er Eva Laufey sem á uppskriftina skuldlaust en matarbloggið hennar er hægt að nálgast HÉR.

Ljúffengt múslí

 • 3 dl tröllahafrar
 • 2 dl pekanhnetur
 • 1 dl sólblómafræ
 • 1 dl graskersfræ
 • 1 dl kasjúhnetur
 • 2 msk. kókosolía
 • 2 msk. eplasafi
 • 1 tsk. hunang eða döðlusíróp
 • 1 tsk. kanill
 • 1 dl þurrkuð trönuber (fara út í eftir að múslíið kemur út úr ofninum)

Aðferð:

 1. Hitið ofninn í 180°C.
 2. Blandið öllum hráefnum vel saman í skál.
 3. Klæðið bökunarplötu með bökunarpappír og dreifið múslíinu á plötuna.
 4. Bakið í um það bil 30 mínútur eða lengur. Fylgist vel með og hrærið nokkrum sinnum í blöndunni meðan á bökunartíma stendur. Þegar múslíið er orðið gullinbrúnt er það tilbúið.
 5. Kælið vel áður en þið berið fram. Bætið t.d. þurrkuðum berjum eða kókosflögum við múslíið þegar það kemur út úr ofninum.
mbl.is/Eva Laufey
mbl.is/Eva Laufey
mbl.is/Eva Laufey
mbl.is/Eva Laufey
mbl.is