Fimm atriði sem gera húsverkin bærilegri

Við komumst ekkert hjá því að þrífa heima hjá okkur, …
Við komumst ekkert hjá því að þrífa heima hjá okkur, svo einfalt er það. mbl.is/Maskot_Getty Images

Stundum þurfum við ákveðna pressu eða hvatningu til að drífa okkur áfram í að þrífa heimilið. Það er ekki eins og við elskum að þurrka ryk og sópa gólf þegar við gætum varið tímanum í eitthvað annað. Hér eru fimm atriði sem gætu hvatt okkur í að mæta þrifunum í stað þess að forðast þau.

Númer eitt:
Bjóddu einhverjum í heimsókn, það setur smá pressu á að þrífa heimilið áður en gesturinn mætir á svæðið. Passaðu þig að hafa góðan fyrirvara (jafnvel nokkra daga), svo að þú endir ekki í tímaþröng og þér líði illa yfir að fá viðkomandi heim í skítugt hús.

Númer tvö:
Prófaðu nýtt hreinsiefni. Það gæti reynst spennandi að prófa eitthvað nýtt sem muni mögulega létta á þrif-hausverknum. Og mundu að losa þig við önnur efni sem gera ekkert gagn og búa uppi í skáp án þess að borga leigu.

Númer þrjú:
Ef þú ert ekki alveg til í að próa nýtt hreinsiefni getur þú prófað það sama og þú hefur verið að nota en bara með öðrum ilmi. Við mælum þó ekki með að nota of mikið af lyktandi hreinsiefnum þar sem það getur farið illa í mannskapinn.

Númer fjögur:
Það er frelsandi að fjarlægja óþarfa drasl af heimilinu, jafnvel í litlum rýmum eða á ákveðnum svæðum sem þurfa að losna undan ringulreið. Það getur reynst hvetjandi, þá til að takast á við stærri rými í húsinu sem þurfa einnig á því að halda. Farið bara ekki of geyst í tiltektinni, það gæti endað með að skilja eftir sig enn þá meira drasl ef við náum ekki að klára verkið.

Númer fimm:
Að breyta til í herbergi getur verið hvatning til að halda rýminu áfram hreinu og fínu. Byrjið alltaf á því að taka til áður en hafist er handa við að færa til hillur og aðra muni. Það mun koma ykkur á óvart hvað skíturinn hefur falið sig vel á bak við ótrúlegustu hluti – svo búðu þig undir að breytingum muni fylgja góður tími í þrifum.

mbl.is/yorktonthisweek.com
mbl.is