Ný matarlína frá Søstrene Grene

Systurnar Anna og Clara eru mættar í eldhúsið með nýja ...
Systurnar Anna og Clara eru mættar í eldhúsið með nýja vörulínu. mbl.is/Søstrene Grene

Ný matarlína frá Søstrene Grene leit dagsins ljós nú á dögunum við glimrandi undirtektir. Frábær viðbót við það sem fyrir var hjá systrunum, Önnu og Clöru.

Við erum að sjá einstakar sælkeravörur í hæsta gæðaflokki þar sem ást þeirra systra á mat og fagurfræði tvinnast saman. Bragðmikil majónes, ljúffengar ediksósur, sultur og seiðandi síróp er þarna að finna, ásamt lífrænni matvöru sem þróuð var í samvinnu við danskan Michelin-stjörnukokk. Við tökum fagnandi á móti þessum fréttum og hlökkum til að smakka.

Olíur, sultur og sætindi er hluti af nýrri matarlínu Søstrene ...
Olíur, sultur og sætindi er hluti af nýrri matarlínu Søstrene Grene. mbl.is/Søstrene Grene
mbl.is/Søstrene Grene
Það má finna uppskriftir og fleira inn á heimasíðu Søstrene ...
Það má finna uppskriftir og fleira inn á heimasíðu Søstrene Grene. mbl.is/Søstrene Grene
mbl.is