Christie Brinkley 65 ára: Þakkar mataræðinu útlitið

Þessi kroppur varð 65 ára um síðustu helgi.
Þessi kroppur varð 65 ára um síðustu helgi. mbl.is/Getty Images_Myrna Suarez

Það er lyginni líkast að segja frá því að ofurfyrirsætan Christie Brinkley fagni 65 ára afmælinu sínu enda lítur hún hreint ekki út fyrir að vera deginum eldri en fimmtug. Hún þakkar það fyrst og fremst frábæru mataræði.

Christie hélt upp á stórafmælið sitt um síðustu helgi í návist góðra vina, klædd þröngum gylltum kjól og skóm í stíl – þar sem löngu leggirnir hennar fengu að njóta sín. Stærðarinnar afmæliskaka var á boðstólnum með risarósum og kertum á toppnum. Hún segist horfa til baka á allt sem hún hefur lært í gegnum tíðina og það séu ekki stóru aldurstölurnar sem skipta máli, heldur litlu stundirnar sem eru mikilvægar.

Fyrirsætan hefur prýtt hvorki meira né minna en 500 forsíður tímarita, var gift tónlistarmanninum Billy Joel um tíma og á þrjú börn. En hver er galdurinn á bak við þennan eilífa æskuljóma? Við skulum rýna í leyndardóma Christie aðeins nánar.

Grænmetisfæði
Hún hefur verið grænmetisæta frá 13 ára aldri og segist elska dýr en ekki vilja borða þau. Hún hefur alið börnin sín upp sem grænmetisætur og sér alls ekki eftir því. Fæðuvalið segir hún að sé grundvallarástæða þess að hún sé jafn líkamlega vel á sig komin og raun ber vitni. Henni líði vel í eigin skinni og kroppurinn blómstri.

Út að hlaupa
Útihlaup er uppáhaldshreyfing Christie ef hún ætlar sér að svitna rækilega. Eins að synda í sjónum eða labba meðfram ströndinnni og grípa þá nokkra steina sem hún gengur með á leiðinni.

Heimaæfingar
Jafnvel þótt hún eigi bara sjö mínútur til aflögu þá notar hún þær á hlaupabrettinu heima – það fer enginn tími til spillis hjá Christie.

Spinning
Tónaðir og langir leggir fyrirsætunnar eru spinning að þakka. Hún vill meina að agaðir spinning-þjálfarar hafi gefið henni hvatningu í að gefast aldrei upp.

Út á vatnið
Christie býr við ströndina og fer reglulega með dóttur sinni á kajak sem er góð samverustund og hreyfing á sama tíma.

Dóttir Christie kom mömmu sinni á óvart með ræðu í …
Dóttir Christie kom mömmu sinni á óvart með ræðu í afmælisveislunni. mbl.is/Getty Images_Myrna Suarez
mbl.is/Christie Brinkley
mbl.is/Christie Brinkley
mbl.is