Lambakebab með myntujógúrtsósu

mbl.is/María Gomez

„Oft þegar hefur verið lambalæri í sunnudagsmatinn hjá okkur hef ég haft lambakebab úr afgangskjötinu daginn eftir. Eða gert úr því samlokur með remúlaði og steiktum lauk sem minna mikið á samloku með roastbeef,“ segir María Gomez á Paz.is um hugmyndina á bak við þennan rétt. Hún segir þetta snilldarleið til að nýta afgangana en svo sé auðvitað hægt að setja það sem hugurinn girnist á milli. 

„Í kebabinn finnst mér gott að hafa hráefni sem minna mig á Mið-Austurlönd eða Marokkó.  Döðlur, cous cous, ólífur og gúrkujógúrtsósa með myntu er alveg fullkomið saman.“

Lambakebab með myntujógúrtsósu

 • Afgangskjöt af lambalæri eða lambahrygg
 • Grófar tortillakökur úr súrdeigi (frá Santa María)
 • Ólífur grænar og svartar lagðar í olíu og kryddaðar með salti og þurrum kryddjurtum eins og timian og basil
 • Kál, tómatar og gúrka
 • Soðið cous cous
 • Döðlur (ferskar bestar)
 • Fetaostur eða ferskar mozzarella kúlur litlar
 • Gúrkumyntujógúrtsósa

Aðferð

 1. Gerið cous cous og skerið kjötið niður í þunna bita
 2. Hitið tortillu-köku (best á samlokugrilli eða grillpönnu) og setjið svo á hana cous cous
 3. Raðið kjötinu þar ofan á
 4. Setjið svo grænmeti og döðlur með því að rífa þær í tvennt út á og passið að taka steininn úr ef þær eru ferskar
 5. Setjið svo fetaost eða þess vegna ferskan mozzarella-ost út á, ólífurnar og síðast sósuna
 6. Gott er að hafa svo sósu til hliðar á disknum til að dýfa í
 7. Einnig er mjög gott að loka kökunni og setja sósu ofan á samskeytin og smá ólífuolíu yfir og kryddjurtir
 8. Mæli með að borða það þá með hníf og gaffli
mbl.is/María Gomez
mbl.is/María Gomez
mbl.is