Nýtt Skittles á markað

Chewies er splunkunýtt frá Skittles!
Chewies er splunkunýtt frá Skittles! mbl.is/Skittles

Regnbogalituðu perlurnar, sem hafa gætt bragðlaukanna síðan 1970, eru komnar úr skelinni. Nú er Skittles fáanlegt án þess að tyggja hörðu skelina sem umlykur mjúku ávaxtabelgina undir nafninu „Skittles Chewies“.

Stjórnendur Skittles gerðu ítarlega rannsókn á því hvað neytendur þeirra vilja og útkoman varð þessi. Mjúkir ávaxtabelgir, án þess að bíta í eitthvað hart, og ákveðnir bragðflokkar voru líka nefndir. Bragðtegundirnar í Skittles Chewies eru svipaðar og við þekkjum til fyrir utan að grænu epla-perlunum er skipt út fyrir aðrar grænar með lime-bragði. Þar fyrir utan eru appelsínu-, sítrónu-, jarðarberja- og sólberjabragð.

mbl.is/Skittles
mbl.is