Er kaffibollinn þinn fullur af óhreinindum?

Hversu oft þværðu fjölnota kaffikrúsina þína?
Hversu oft þværðu fjölnota kaffikrúsina þína?

Það jafnast ekkert á við rjúkandi kaffibolla á ferðinni – stökkva inn á næsta kaffihús og biðja um áfyllingu í fjölnota kaffikrús „to-go“, sem eru stórsniðugar.

Þeir sem nota slíkar krúsir daglega ættu að lesa aðeins áfram því stóra spurningin er hversu oft við eigum að þrífa þær, því við viljum nota þær aftur og aftur. Í Bretlandi er um 2,5 milljónum fjölnota kaffikrúsa hent í ruslið ár hvert, sem myndu ná fimm sinnum hringinn í kringum jörðina – hversu sturlað er það?

Pistlahöfundur að nafni Rachel Thompson ákvað að gera könnun á Twitter um hversu oft fólk væri að þrífa krúsirnar sínar og niðurstaðan var einfaldlega sú að fólk skiptist í þrennt hvað þetta varðar.

Fólk var ýmist að skola krúsirnar strax eftir notkun með vatni og þvo þær almennilega einu sinni í viku með sápu. Aðrir sögðu það velta á hversu mikinn gloss eða varalit viðkomandi væri búinn að nota undanfarið – um leið og þú ferð að finna bragðið af glossinum í kaffinu þínu er tími til að leggja bollann í bleyti. Á meðan einhverjir kaffiunnendur þvo sinn bolla almennilega á hverjum degi.

mbl.is/Pinterest
mbl.is