Rífðu mynd af fyrrverandi og fáðu fría máltíð

mbl.is/Hooters

Og til að toppa það gildir þetta stórkostlega tilboð eingöng á Valentínusardaginn þannig að segja má að verið sé að fagna brostnum hjörtum en ekki ástinni.

Veitingastaðurinn sem um ræðir er Hooters í Bandaríkjunum en hann er þekktur meðal annars fyrir barmmikla þjóna sem klæðast mjög þröngum og flegnum fatnaði. 

Hugmyndin er engu að síður áhugaverð og minnir á að það eru ekki allir sem hafa ástæðu til að fagna ástinni á Valentínusardaginn. 

Skilaboðin frá Hooters eru einföld. Mættu með mynd af fyrrverandi. Rífðu hana í tætlur og fáðu fría kjúklingavængi að launum. 

Hljómar eins og partý. 

Fólk í ástarsorg getur farið á Hooters á Valentíusardaginn með …
Fólk í ástarsorg getur farið á Hooters á Valentíusardaginn með mynd af fyrrverandi og fengið kjúkling að launum ef það rífur myndina. Marjan_Apostolovic
mbl.is