Geggjaður kjúklingur í fetasósu

mbl.is/María Gomez

Hvað er betra á degi sem þessum heldur en sjóðheitur kjúklingaréttur sem er löðrandi í fetaosti og huggulegheitum? Það er María Gomez á Paz.is sem á þessa uppskrift en hún segist elska allt sem minni á sólina og matinn frá Miðjarðarhafslöndunum. Þessi réttur standi alltaf fyrir sínu og gott sé að bera hann fram með fersku salati og cous cous. Ekki spilli fyrir að eiga gott snittubrauð til að dýfa í sósuna sem sé dásamlega góð.

Geggjaður kjúklingur í fetasósu

  • 4 kjúklingabringur
  • 2 msk. hveiti
  • 2 tsk. oregano
  • 3 msk. ólífuolía (2 fyrir bringurnar og 1 seinna)
  • 1 smátt skorinn gulur laukur
  • 3-5 hvítlauksrif marin
  • 1,5 bolli kjúklingasoð (1 teningur í 400 ml af vatni eða 1 msk. duft eða soð í 500 ml vatn) nota svo 1,5 bolla af því
  • 1/2 bolli rúsínur
  • 2 msk. sítrónusafi
  • 1 bolli fetaostur (kubbur en ekki í olíu)
  • 1 stór fersk mozzarella-kúla
  • 4 sítrónusneiðar
  • Salt

Aðferð:

  1. Setjið bringurnar í plastfilmu og berjið létt á þær með kökukefli
  2. Veltið þeim svo upp úr hveitinu og 1 tsk. af oregano
  3. Hitið 2 msk. af olíunni á pönnu og setjið bringurnar út á þar til þær verða svona gullinbrúnar báðum megin, ca. 5 mínútur á hvorri hlið
  4. Takið svo bringurnar af pönnunni og setjið til hliðar
  5. Bætið svo 1 msk. af olíu á pönnuna og setjið smátt skorinn laukinn og marinn hvítlaukinn út á og passið að brúna ekki heldur steikja við vægan hita svo það soðni meira en brúnist. Saltið létt yfir
  6. Hellið svo soðinu út á pönnuna með lauknum og látið suðuna koma upp
  7. Bætið þá rúsínum, sítrónusafa og 1 tsk. oregano út í og hrærið
  8. Setjið næst fetaostinn út á og látið hann bráðna alveg í soðinu
  9. Bætið svo bringunum aftur út á og setjið þunnt skorna sneið af mozarella-osti ofan á hverja bringu
  10. Setjið svo sítrónusneið ofan á mozarella-sneiðina
  11. Leggið lok á og sjóðið í 10 mínútur þar til osturinn er alveg bráðnaður
mbl.is/María Gomez
mbl.is/María Gomez
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert