10 húsverk sem þarf að gera einu sinni á ári

Hangandi gluggatjöld og rimlar ættu að fá hreinsun einu sinni …
Hangandi gluggatjöld og rimlar ættu að fá hreinsun einu sinni á ári. Það er ekki bara ryk sem safnast fyrir í gluggatjöldum, einnig fita og önnur óhreinindi sem tilheyra hverju rými fyrir sig. mbl.is/Astronaut Images/Caiaimages/Getty Images

Það eru nokkur atriði sem við þurfum að gera reglulega á heimilinu, eins og að þrífa salernið, þurrka af hillum og strjúka yfir eldavélina. En svo eru önnur verkefni sem krefjast þess af okkur að vera framkvæmd þó ekki nema einu sinni yfir árið – og þau höfum við tekið saman hér.

Það er mjög mikilvægt að hreinsa þakrennurnar til að sporna …
Það er mjög mikilvægt að hreinsa þakrennurnar til að sporna við leka og myglu. Besti tíminn til að ráðast í það verk er þegar haustlaufin hafa fallið. mbl.is/DreamPictures/VStock/Blend Images/Getty Images
Ekki má gleyma arninum og þeir sem búa svo vel …
Ekki má gleyma arninum og þeir sem búa svo vel að vera með stromp á húsinu ættu að hringja í sótara sem kann sitt fag. mbl.is/Jill Ferry/Moment Open/Getty Images
Það er ekki bara nóg að þrífa sessur og pullur …
Það er ekki bara nóg að þrífa sessur og pullur á útihúsgögnunum því húsgögnin sjálf þarf að þrífa í það minnsta einu sinni á ári. mbl.is/Marje/E+/Getty Images
Áður en sólin byrjar að lækka á lofti og haustið …
Áður en sólin byrjar að lækka á lofti og haustið fer að láta sjá sig er flott að fara aðeins yfir teppin í húsinu og mottur og jafnvel taka sófann aðeins með ryksugunni. mbl.is/Bill Oxford/E+/Getty Images
Rúmdýnan verður að fá yfirhalningu einu sinni á ári. Best …
Rúmdýnan verður að fá yfirhalningu einu sinni á ári. Best er að ryksuga dýnuna og þurrka bletti úr með rökum klút og uppþvottalegi ef einhverjir eru. mbl.is/baytunc/E+/Getty Images
Skápar! Sérstaklega eldhússkáparnir þurfa eftirlit. Fara yfir hvað er runnið …
Skápar! Sérstaklega eldhússkáparnir þurfa eftirlit. Fara yfir hvað er runnið út á dagsetningu og henda út. Hér gefst frábært tækifæri til að setja nýtt skipulag á hillurnar. mbl.is/Jul Nicholes/E+/Getty Images
Þó að handklæðin séu hrein og fín inni í skáp …
Þó að handklæðin séu hrein og fín inni í skáp þarf samt að þrífa þar inni. Heilmikið ryk safnast inni í slíkum geymsluskápum sem er óþarfi að búa við. mbl.is/AdShooter/E+/Getty Images
Hvort sem það er bílskúr, háaloft eða geymsla þá er …
Hvort sem það er bílskúr, háaloft eða geymsla þá er það bráðhollt fyrir sálina að hreinsa þar til – og því oftar, því betra. mbl.is/UpperCut Images/Getty Images
Þótt við séum alltaf að færa okkur nær pappírslausum heimi …
Þótt við séum alltaf að færa okkur nær pappírslausum heimi er gott að fara aðeins yfir skjöl og pappíra sem safnast hafa upp yfir árið. mbl.is/Peter Dazeley/Photographer's Choice/Getty Images
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert