Icelandair fagnar nýjum flugvélum með bjór

Sérbruggaður bjór hjá Icelandair í tilefni af nýjum Boeing 737-flugvélum.
Sérbruggaður bjór hjá Icelandair í tilefni af nýjum Boeing 737-flugvélum. mbl.is/Íslenska auglýsingastofan

Icelandair var að bæta við flugflotann með nýjum Boeing 737-vélum og fagnar því með stæl. Þeir bjóða upp á sérbruggaðan 7,37% IPA-bjór úr völdum hráefnum frá Ameríku og Evrópu. Þar með táknrænn vottur um hlutverk félagsins sem tengir saman heimsálfurnar beggja vegna Atlantshafsins.

Það var Íslenska auglýsingastofan sem sá um hönnunina á umbúðunum, sem eru ferskar og flottar fyrir háloftabjór sem þennan.

mbl.is