Það er mexíkóskt í matinn

Ekki bara litríkt heldur líka rosalega gott.
Ekki bara litríkt heldur líka rosalega gott. mbl.is/Thecookierookie.com

Já takk, við erum svo til í þennan rétt. Enn einn fjölskylduvæni rétturinn þar sem slegist er um síðasta bitann. Þessi réttur er svo frábær og hann getur líka kallast grænmetisréttur, svo lengi sem þú sleppir kjúklingnum í uppskriftinni.

Það er mexíkóskt í matinn

  • 2 bollar salsa verde (má líka nota rauða salsa-sósu)
  • 2 bollar kjúklingur
  • 2 sætar kartöflur, bakaðar og skornar í litla bita
  • 1 dós gular baunir
  • 1 bolli svartar baunir
  • ½ bolli rauðlaukur, smátt skorinn
  • 3 msk. smátt saxað kóríander
  • 1 tsk. chili-pipar
  • ½ tsk. hvítlaukssalt
  • Salt og pipar
  • 2 bollar ostur, gjarnan cheddar eða blandaður
  • Tortillakökur
  • 1 avocado
  • ½ bolli tómatar saxaðir
  • Sýrður rjómi

Aðferð:

  1. Hitið ofninn í 180°.
  2. Setjið einn bolla af salsa í botninn á eldföstu móti.
  3. Setjið sætar kartöflur (bakaðar), tilbúinn kjúkling, svartar baunir, rauðlauk, gular baunir, kóríander og krydd saman í stóra skál og saltið og piprið.
  4. Leggið tortilla-köku á bretti og setjið um ¼ bolla af sætkartöflu-blöndunni þar ofan á fyrir miðju. Dreifið smá osti yfir. Rúllið tortillunni upp og endurtakið með næstu tortillu. Raðið öllum tortilla-kökunum í eldfasta mótið og snúið „samskeytahliðinni“ niður.
  5. Hellið restinni af salsa yfir kökurnar og stráið osti yfir allt saman. Setjið í ofn í 20 mínútur.
  6. Skreytið með avocado, söxuðum tómötum, kóríander og sýrðum rjóma.
Öllu blandað saman í skál áður en sett er á …
Öllu blandað saman í skál áður en sett er á kökurnar. mbl.is/Thecookierookie.com
mbl.is/Thecookierookie.com
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert