Heimilisstörfin sem börnin ráða auðveldlega við

mbl.is/Blend Images - Inti St Clair/Brand X Pictures/Getty Images

Við eigum það til að ofvernda litlu einstaklingana okkar á heimilinu hvað húsverkin varðar. Þeir læra hjá dagmömmunni og í leikskólanum að ganga frá eftir sig í eldhúsinu og tína til dótið sem þeir voru að leika sér með. Og af hverju ættu þeir ekki að gera það heima fyrir líka? Því yngri sem þeir eru því spenntari eru þeir fyrir slíkum verkefnum sem þeir svo taka með sér lengra inn í lífið.

2 – 3 ára

 • Hjálpa til við að búa um rúmið.
 • Ganga frá leikföngum og bókum.
 • Setja föt í þvottakörfuna eða inn í þvottahús.
 • Hjálpa til við að gefa gæludýrunum að borða.
 • Hjálpa til við að þurrka það sem hellist niður.
 • Þurrka af með sokka á höndunum.

4 – 5 ára

 • Leggja á borð og ganga frá.
 • Þurrka af.
 • Hjálpa til í eldhúsinu við að búa til mat eða baka.
 • Halda á einhverju úr matvörubúðinni og ganga frá inn í ísskáp.

6 – 8 ára

 • Hugsa um gæludýr.
 • Ryksuga eða moppa gólfið.
 • Fara út með ruslið.
 • Brjóta saman þvott og ganga frá.

9 – 12 ára

 • Aðstoða við að þrífa bílinn.
 • Vaska upp og setja í uppþvottavélina.
 • Hjálpa til við að útbúa einfalda rétti í matinn.
 • Þrífa baðherbergið.
 • Raka laufin í garðinum.
 • Læra að setja í þvottavél og þurrkara.

13 – 18 ára

 • Skipta um ljósaperu og ryksugupoka.
 • Þvo af sér sjálfum.
 • Þrífa gluggana.
 • Þrífa ísskápinn og önnur eldhústæki.
 • Undirbúa matinn.
 • Undirbúa innkaupalista.
mbl.is