Þetta eru uppáhalds pítsuálegg Íslendinga

Thinkstock / Getty Images

Íslendingar eru orðnir mun flippaðri í áleggjavali á písturnar sínar en undanfarin ár hefur nokkur breyting orðið á. Á listanum yfir langvinsælustu áleggin hjá Domino´s gefur að líta þrjár áleggstegurnir sem flestir áttu von á að hitta þar en sjálfsagt færri sem áttu von á hinum.

En þetta eru vinsælustu áleggin á Íslandi í dag:

  • Pepperóní
  • Skinka
  • rjómaostur
  • Piparostur
  • Beikonkurl
  • Sveppir
  • Ananas

 Þar á eftir má finna jalapeno, lauk og rauðlauk.

Að sögn Önnu F. Gísladóttur, markaðsstjóra Dominos á Íslandi er ljóst að landinn vill hefðbundin álegg í grunninn en þó má sjá ákveðin trend í gangi eins og döðlur, hvítlauksolía, sólþurrkaðir tómatar og jafnvel nachos.

Þar höfum við það. Nautahakkið er á undanhaldi og rjómaostur kominn í þriðja sætið.

Ljósmynd / Foodie Crush
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert