Stökkur parmesan-kjúklingur með frönskum kartöflum og ostasósu

mbl.is/Einn, tveir og elda

Hér höfum við stórkostlega girnilegan helgarkjúkling sem er gráupplagt að skella í á degi sem þessum. Girnilegur og stökkur, hjúpaður í raspi. 

Nú ef þið nennið hreinlega ekki að elda þá þarf bara að panta réttinn hjá Einn, tveir og elda

Stökkur parmesan-kjúklingur með frönskum kartöflum og ostasósu

  • 2 kjúklingabringur 
  • 2 bökunarkartöflur 
  • 50 g Panko-brauðrasp 
  • 75 g Parmesan-ostur rifinn 
  • 1 egg 
  • 1 tsk. hvítlauksduft 
  • 50 g spínat 
  • 1 sítróna 
  • 2 msk. sýrður rjómi 
  • 2 msk. majónes 
  • salt, pipar, olía

Aðferð:

1. Skerið bökunarkartöflurnar í franskar, raðið þeim á ofnplötu og bakið í 30-35 mínútur við 200°C undir- og yfirhita.

2. Skerið bringurnar í tvennt langsum þannig að úr einni bringu verði tvær þunnar.

3. Pískið egg í skál og blandið brauðrasp og 50 gr. af parmesan-ostinum í aðra skál, veltið bringunum fyrst upp úr egginu og síðan raspinum.

4. Hitið dass af olíu á pönnu og steikið bringurnar í 2-3 mínútur á hvorri hlið eða þar til raspurinn er orðinn fallega gylltur. Kryddið með salti og pipar og bætið olíu út á eftir þörf.

5. Færið kjúklinginn í eldfast mót og bakið þar til fulleldaður eða í um það bil 10 mínútur.

6. Blandið saman majónesi, sýrðum rjóma og restinni af parmesan-ostinum, smakkið ykkur til með salti og pipar.

7. Berið kjúklingabringurnar fram með fersku spínati, frönskum kartöflum og ostasósunni. Kreistið sítrónusafa yfir kjúklinginn eftir smekk.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert