Bounty-kaka úr aðeins fimm hráefnum

mbl.is/Berglind Hreiðarsdóttir

Það eru aðeins fimm hráefni í þessari æðislegu köku svo nú er engin afsökun að eiga ekki eitthvað gott með helgarkaffinu.

Uppskriftina fengum við hjá Berglindi Hreiðars á Gotterí.is en hún segist hafa fengið hana fyrir löngu hjá Hörpu Hrönn vinkonu minni og nú deili hún henni með okkur.

Bounty-kaka

• 4 eggjahvítur
• 140 gr. flórsykur
• 140 gr. Til hamingju kókosmjöl

Kremið

• 100 gr. smjör
• 100 gr. suðusúkkulaði
• 60 gr. flórsykur
• 4 eggjarauður

Aðferð – kaka

1. Eggjahvítur og flórsykur þeytt vel saman.
2. Kókosmjölinu bætt varlega út í með sleif.
3. Bakað við 150°C í um 40 mínútur.

Aðferð – krem  

1. Súkkulaði og smjör brætt saman í vatnsbaði, sett til hliðar.
2. Flórsykur og eggjarauður þeytt vel saman þar til létt og ljóst.
3. Súkkulaðiblöndunni hrært varlega saman við eggjablönduna með sleif og smurt yfir kökuna og svo kókosmjöli stráð yfir sem skrauti.

mbl.is/Berglind Hreiðarsdóttir
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert