Yfirliðsvaldandi kirsuberja- og súkkulaðipavlóur

mbl.is/Linda Ben

Er eitthvað betra, fullkomnara, bragðbetra eða lekkerara en smá-pavlóvur löðrandi í dásemdarsætindum sem lyfta geðinu á æðra plan? 

Kirsuberja- og súkkulaðipavlóur

 • 6 eggjahvítur
 • 3,5 dl sykur
 • 2 tsk kornsterkja
 • 2 tsk vanilludropar
 • 2 tsk hvítt borðedik
 • 500 ml rjómi frá Örnu
 • 8-10 msk kirsuberjasósa (ein msk á hverja pavlóvu)
 • 150 g súkkulaði
 • u.þ.b. 30 stk kirsuber

Aðferð:

 1. Stillið ofninn á 120°C.
 2. Notið hrærvélarskál, setjið eggjahvítur í skálina og þeytið (mikilvægt að skálin sé tandurhrein).
 3. Blandið kornsterkjunni út í sykurinn, hrærið saman.
 4. Þeytið eggjahvíturnar mjög rólega fyrst, setjið 1 tsk af sykri út í þær í einu á ca 1/2 mín. fresti, aukið hraðann hægt og rólega eftir því sem þið setjið meiri sykur út í (.etta er þolinmæðisverk en vel þess virði).
 5. Blandið saman vanilludropum og hvíta borðedikinu, hellið blöndunni út í þegar eggjahvíturnar hafa náð stífum toppum og hrærið saman við 1/2 mín. lengur.
 6. Setjið smjörpappír á ofnplötu, setjið 2 msk af marens, sléttið úr honum og myndið eins konar skál. Gerið skálar úr öllum marensinum en passið að hafa smábil á milli skálanna því marensinn stækkar örlítið í ofninum.
 7. Bakið í 40-50 mín., slökkvið svo á ofninum en ekki opna hann. Látið kökurnar kólna með ofninum. Takið þær út þegar ofninn hefur kólnað fullkomlega.
 8. Þeytið rjómann og bræðið súkkulaðið. Skiptið rjómanum á milli pavlóvanna, setjið 1 msk af kirsuberjasósu ofan á rjómann og svo kirsuber ofan á, mjög sniðugt að skera kirsuberin í tvennt og taka steininn úr.
 9. Dreifið svo brædda súkkulaðinu yfir. Svo er bara að njóta hvers munnbita. 
mbl.is/Linda Ben
mbl.is/Linda Ben
mbl.is