Charlize Theron slær í gegn í Budweiser-auglýsingu

Charlize Theron fer með aðalhlutverkið í nýrri Budweiser-auglýsingu.
Charlize Theron fer með aðalhlutverkið í nýrri Budweiser-auglýsingu. mbl.is/Budweiser_YouTube

Í tilefni af óskarsverðlaunahátíðinni komandi helgi mun Budweiser sýna nýja auglýsingu þar sem engin önnur en Charlize Theron fer með aðalhlutverkið.

Charlize hefur sett sig í ótal hlutverk í gegnum tíðina og rúllar þessari auglýsingu upp eins og ekkert sé. Hér er hún stödd á bar þar sem hið klassíska lag „Tricky“ með Run-D.M.C. ómar í bakgrunni. Leikkonan fagra sleppir sér lausri meðal annars í pílukasti og snóker án þess að hella niður einum dropa úr glasinu sínu, svona eins og henni einni er lagið. Auglýsinguna má sjá hér fyrir neðan.

mbl.is