Fjórir íslenskir veitingastaðir fá Michelin viðurkenningu - einn dettur út

Þráinn Freyr Vigfússon á Sumac og ÓX.
Þráinn Freyr Vigfússon á Sumac og ÓX. mbl.is/Kristinn Magnússon

Eins og fram hefur komið missti veitingastaðurinn Dill Michelin stjörnuna sína í fyrradag sem var að vonum mikið áfall. Ekki er þó öll nótt úti enda fjölgaði nokkuð á listanum yfir þá veitingastaði hér á landi sem Michelin mælir með en alls bættust fjórir við á meðan einn datt út. 

Þessir veitingastaðir eru:

 • Sumac
 • Óx
 • Moss
 • Nostra

Sá sem datt út var:

 • Holtið

Eins og fram hefur komið fékk veitingastaðurinn Skál hinn svokallaða „bibba“ en það eru sérstök Michelin verðlaun handa veitingastöðum þar sem maturinn þykir bæði góður og ódýr. Í fyrra var Matur og drykkur með þennan „bibba“ en missti hann í ár og ljóst er að hann virðist fylgja Gísla Matthíasi Auðunnssyni en sá hinn sami stofnaði Mat og drykk og færði sig svo yfir á Skál.

Þeir veitingastaðir sem Michelin mælir með eru:

 • Dill
 • Grillið
 • Matur og drykkur
 • Moss
 • Nostra
 • Óx
 • Skál
 • Sumac
 • Vox

Sjá nánar HÉR.

Engin annar kokkur í heiminum hefur hlotið jafn margar Michelin-stjörnur ...
Engin annar kokkur í heiminum hefur hlotið jafn margar Michelin-stjörnur og Robuchon, virðingarmestu viðurkenningu veitingageirans. AFP
mbl.is