Nýtt súkkulaði frá Nóa Síríusi

Það er heldur betur gósentíð hjá súkkulaðiunnendum því komið er á markað nýtt súkkulaði frá Nóa Síríusi sem ber hið fagra nafn Doré. Súkkulaðið er með karamellubragði og þykir með afbrigðum vel heppnað. Einungis er hægt að fá súkkulaðið í litlum páskaeggjum en spurning er hvort súkkulaðið muni birstast í fleiri vörutegundum.

Að sögn Silju Mistar Sigurkarlsdóttur, markaðsstjóra Nóa Síríuss, hafa viðtökurnar verið vonum framar. „Þetta súkkulaði er engu öðru líkt, í stað sykurs er notuð ekta karamella sem gefur súkkulaðinu sitt einstaka bragð. Karamelluunnendur verða ekki fyrir vonbrigðum með þessa frábæru viðbót í páskaeggjafjölskyldu Nóa. Við höfum fengið frábærar viðtökur og margar spurningar varðandi það hvort súkkulaðið komi ekki á markað í varanlegt vöruval, svo gott er það,“ segir Silja og við verðum bara að vona það besta.

Silja Mist Sigurkarlsdóttir, markaðsstjóri Nóa Síríus.
Silja Mist Sigurkarlsdóttir, markaðsstjóri Nóa Síríus. Kristinn Magnússon
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert