Veistu til hvers gatið er?

Margir eru ábyggilega með þetta á hreinu, að þeir halda, en sagan á bak við gatið er öllu margslungnari en flesta grunar. Vissulega gegnir gatið mikilvægu hlutverki við vatnslosun þegar moka skal pastanu upp úr pottinum.

En það er líka önnur ástæða á bak við gatið en það þjónar jafnframt sem mælistika. Þannig er þvermál þess akkúrat skammturinn sem passar fyrir einn. Þannig getur þú mælt hversu mikið spaghetti þú þarft í stað þess að giska.

mbl.is