HAF STUDIO hannar framhliðar á IKEA innréttingar

Hafsteinn Júlíusson og Karítas Sveinsdóttir.
Hafsteinn Júlíusson og Karítas Sveinsdóttir.

HAF STUDIO samanstendur af hjónunum Karítas Sveinsdóttur og Hafsteini Júlíussyni. Aðspurð segir Karítas að þau séu einmitt nýbúin að ljúka við hönnun eldhússins heima hjá sér sem sé jafnframt fyrsta eldhúsið í HAF FRONT verkefninu.

„Við höfum lengi dáðst að vörum IKEA og er staðreyndin sú að grunnskápar og innvols er með því betra sem völ er á. En við höfum þróað framhliðar í stöðluðu formi fyrir IKEA grunnskápa. Innréttingin okkar verður eikarfrontar í ljósgráum lit með terrazzo-borðplötu. Það er eins og við sjáum hana fyrir okkur eins og er, en eldhúsið er enn í vinnslu,“ segir Karítas en þessar fregnir hljóta að teljast stórtíðindi fyrir hérlenda fagurkera sem hafa nú kost á að eignast HAF STUDIO eldhús.

„Okkar markmið með þessari nýju viðbót við HAF er að geta hjálpað enn fleirum að búa til sitt draumaeldhús með því að framleiða hágæða framhliðar í stöðluðu formi fyrir IKEA grunnskápa. Ferlið virkar þannig að þú kaupir grunnskápa og allt sem þarf í þína eldhúsinnréttingu fyrir utan framhliðarnar. Næst kemur þú til okkar og við teiknum upp eldhúsið þitt með HAF FRONT framhliðum sem munu fást í nokkrum stöðluðum formum og litum. Svona þjónusta er til víða í nágrannalöndum okkar og fannst okkur þetta vanta hér á landi.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert