Plönturnar sem eru að trenda 2019

Sjö vinsælustu plöntutrend ársins er hér að finna.
Sjö vinsælustu plöntutrend ársins er hér að finna. mbl.is/Greenefy

Við hoppum með í plöntu-lestina og elskum að skreyta öll rými heimilisins með grænblöðungum, ekki síst eldhúsið. Helstu spekúlantar vilja meina að í komandi tíð verði plönturnar okkar stærri og meiri um sig. Við sjáum meira af suðrænni stemningu og eins af þurrkuðum blómum.

Plöntur fá okkur ósjálfrátt til að virða tímann og vera þolinmóðari – við vitum að það vex ekki nýtt blað eða blóm á plöntuna á einni nóttu. Brúnleitir blómapottar ásamt svörtum og hvítum hafa verið áberandi til þessa sem mun víkja fyrir litríkari útfærslum. Hér fyrir neðan höfum við tekið saman sjö vinælustu plöntur ársins.

Monstera: Við höfum séð mikið af þessari sjálfstæðu plöntu sem …
Monstera: Við höfum séð mikið af þessari sjálfstæðu plöntu sem fer sínar eigin leiðir. Blöðin eru skrautleg og plantan setur óneitanlega sinn svip hvar sem hún lendir. mbl.is/Pinterest
Gúmmítré: Planta sem hreinsar loftið í leiðinni, hversu fullkomið er …
Gúmmítré: Planta sem hreinsar loftið í leiðinni, hversu fullkomið er það? Hér ber að hafa í huga að plantan getur orðið vel stór og þarf sitt pláss. Hún þrífst best í ljósu rými og þiggur vatn 1-2 sinnum í viku. mbl.is/Pinterest
Pampas Grass: Þessi tignarlegu strá munum við klárlega sjá meira …
Pampas Grass: Þessi tignarlegu strá munum við klárlega sjá meira á árinu. Ótrúlega falleg í stórum litríkum gólfvasa. mbl.is/Pinterest
Violin figen: Planta eða tré með karakter sem kemur upprunalega …
Violin figen: Planta eða tré með karakter sem kemur upprunalega frá Vestur-Afríku. Þessi vill mikla birtu, þó ekki beint sólarljós. Hún elskar rakt umhverfi og vill láta baða sig reglulega. mbl.is/Pinterest
Þurrkaðir vendir: Það færist sterklega í aukana að hafa þurrkaða …
Þurrkaðir vendir: Það færist sterklega í aukana að hafa þurrkaða vendi í vasa, enda svo mörg falleg blóm og greinar sem verða enn fagurri er þau þorna. mbl.is/Pinterest
Philodendron Xanadu: Ekki auðveldasta nafn til að bera fram en …
Philodendron Xanadu: Ekki auðveldasta nafn til að bera fram en mjög auðþekkjanleg planta. Hér eru pálmalöguð blöð sem teygja sig og fléttast saman á ótal vegu. Rótin er sýnileg og það er einmitt það sem gerir plöntuna svo vinsæla. mbl.is/Pinterest
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert