Stórglæsilegt eldhús úr hnotu

Þegar einstök hönnun og smíði ná saman þá verður útkoman stórkostlega fallegt eldhús sem þetta hér. Eldhúsið er hannað af Guðbjörgu Magnúsdóttur innanhússarkitekt og smíðað af trésmíðaverkstæðinu Grindin sem við náðum tali af fyrir blaðið. Hér býr fólk á besta aldri sem kann að meta mikil gæði – sem endurspeglast í eiginleikum þessa eldhúss.

Hvað er eldhúsið stórt og hvenær var það innréttað? Eldhúsið er 14 fermetrar, í nýju einbýlishúsi, innréttað 2018. Grindin smíðaði innréttingarnar og Óskar Hallgrímsson sá um uppsetningu.

Hvernig gengu framkvæmdirnar, eitthvað sem kom upp á? Þær gengu mjög vel, hér var fagfólk á öllum sviðum. Þegar eitthvað kom upp á, þá var það leyst fljótt og örugglega.

Voru eigendur með ákveðnar hugmyndir um útlit og efnisval? Já, eigendur voru með ákveðnar óskir og sáu um efnisvalið. Innréttingin er smíðuð úr hnotu í bland við gráa matta fronta.

Hvaða praktísku eiginleikum vildu eigendur ná út úr eldhúsinu? Eigendur vildu hafa það einfalt og tímalaust. Hafa gott vinnupláss og nóg af hirzlum, skápum og skúffum.

Hvað einkennir eldhúsið? Eldhúsið er hjartað í húsinu, það er í opnu rými og tengist vel öðrum rýmum svo sem borðstofu og stofu.

Hvaða stíll og efnisval er vinsælt núna í nýjum eldhúsum? Klassískur stíll þar sem eldhúsið líkist meira og meira húsgagni. Náttúruleg og endingargóð efni sem bera með sér hlýju. Dökkur viður og mattir litir.

Hvaðan eru græjurnar?

Innrétting: Grindin.

Borðplötur: Granítsmiðjan.

Eldhústæki: Samsung/Miele.

Háfur: Airforce, kemur upp úr borðinu.

Vaskur og blöndunartæki: Ísleifur Jónsson.

Gólfefni: Egill Árnason.

Loftljós og innfelld lýsing: S.Guðjónsson/Verkhönnun teiknaði lýsingu.

Stólar: Daníel Magnússon, sérsmíðaðir úr hnotu fyrir eigendur.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert