Kim Kardashian sendi köku sem enginn mun gleyma

Kakan sem Kim Kardashian sendi vini sínum Jonathan Cheban. Kim …
Kakan sem Kim Kardashian sendi vini sínum Jonathan Cheban. Kim komst ekki í veisluna og sendi fjórar skvísur í dulargervi í staðinn. mbl.is/People.com

Raunveruleikastjarnan Jonathan Cheban fagnaði 45 ára afmælinu sínu nú á dögunum. Besta vinkonan hans Kim Kardashian var vant við látin en sá til þess að hann fengi köku sem hann myndi aldrei gleyma.

Jonathan er ekki bara þekktur sem vinur Kardashian systranna því hann hefur komið víða við í veitingageiranum. Stofnaði heimasíðuna TheDishh árið 2014 og ári seinna opnaði hann skyndibitastaðinn Burger Bandit í New York svo eitthvað sé nefnt.

Það var því vel við hæfi hjá Kim Kardashian að senda vini sínum köku eins og hamborgara í laginu með kristalskilti á toppnum sem á stóð „Foodgod“. En rúsínan í pylsuendanum voru skvísurnar fjórar sem mættu með kökuna fyrir hönd Kardashian. Klæddar eins og drottningin sjálf í svörtu þröngu dressi, með sólgleraugu og viðeigandi klippingu. Toppið þessa uppákomu!

Kakan var skreytt glitrandi skilti sem höfðar til Jonathan.
Kakan var skreytt glitrandi skilti sem höfðar til Jonathan. mbl.is/Divine Delicades Cakes
mbl.is