Ný lína frá KitchenAid væntanleg í takmörkuðu upplagi

mbl.is/KitchenAid

100 ára afmæli KitchenAid er ekki einungis fögnuður í tilefni sígilds vörumerkis. Það er tilefni til þess að færa matargerðarfólki þakkir fyrir að hafa blásið lífi í vörumerkið síðan árið 1919. Undanfarna sex mánuði hefur KitchenAid heiðrað fortíð sína og nú er komið að framtíðinni. Með útgáfu 100 ára afmælislínunnar, sem kemur aðeins út í takmörkuðu upplagi, vill KitchenAid líta til framtíðar og fagna nýsköpun og frumleika sem veitir komandi kynslóðum innblástur í matargerð.

mbl.is/KitchenAid

Í gegnum árin hefur rauði liturinn verið ein af sérstöðum vörumerkisins. Með Queen of Hearts, eða Hjartadrottningarlínunni, vill KitchenAid kynna til sögunnar glænýjan rauðan lit, „passion red“ eða ástríðurauðan. Liturinn er ný og spennandi útgáfa af hinum klassíska rauða KitchenAid-lit, sem hefur alla tíð verið einkennismerki þess, og mun koma til með að blása lífi í sköpunargleðinu í eldhúsinu.

mbl.is/KitchenAid

Það sem einkennir þessa einstöku 100 ára afmælislínu er rauður borði skreyttur með hundruðum örsmárra hjarta, innblásinn af ástríðu, en einnig krómað útlit og sérhönnuð mótorhlíf. Ástríðufullir heimakokkar geta bætt einstakri hönnun við eldhúsið sitt og fagnað framtíðinni í matargerð á sama tíma og KitchenAid leggur af stað inn í næsta kafla. Því eins lengi og fólk stundar matreiðslu munum við halda áfram að búa til minningar saman.

mbl.is/KitchenAid

Fáguð afmælislínan inniheldur úrval af litlum heimilistækjum svo sem blandara, töfrasprota, handþeytara, hraðsuðuketil, litla matvinnsluvél, hrærivél og brauðrist – sem gefa til kynna skuldbindingu KitchenAid við breitt vöruúrval og við að veita öðrum innblástur til þess að hefja matargerð.

mbl.is/KitchenAid

Þungamiðja nýju línunnar er hin goðsagnakennda hrærivél. Nú fáanleg í ástríðurauðum lit með einstökum útlitsbreytingum til heiðurs 100 ára afmælinu og þar með ómissandi gripur fyrir ástríðubakarann. Hrærivélin var tækið sem endurlífgaði vörumerkið árið 1919. Nútímahrærivélin gerir hins vegar meira en bara að hnoða og hræra deig. KitchenAid býður upp á mikið úrval aukahluta sem festa má auðveldlega á hrærivélina. T.d. vog með áföstu sigti, pastagerðarvél, nokkrar gerðir grænmetissneiðara og hakkavél. Hrærivélin einfaldar matargerðina og fækkar handtökunum í eldhúsinu.

Queen of Hearts-línan verður fáanleg á Íslandi í maí 2019.

mbl.is/KitchenAid
mbl.is/KitchenAid
mbl.is/KitchenAid
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert